Varða
Varða
Varða
Varða
Varða
Varða
Varða
Varða

Varða

Guðjón Ketilsson
22. 12. 2012 – 20. 06. 2013

English below

„Andardráttur heimsins, hin eilífa hringrás sköpunar og eyðingar.“ Uppröðun hversdagslegra hluta getur verið skapandi athöfn – sem lýtur sömu lögmálum um innbyrðis samræmi, togstreitu, myndbyggingu, og áferð, og í myndsköpun. Hlutum sem glatað hafa upprunalegu hlutverki sínu er raðað upp í vörðu. Hver eining á sér samsvörun sitt hvoru megin við ás. Þessir hlutir eru bæði persónulegir og almennir – minningar, ómissandi, ónotaðir eða ónothæfir hlutir - ólíkar vísanir í líf fólks og sögu.

Guðjón Ketilsson (f. 1956) hefur verið virkur í íslensku listalífi frá því á áttunda áratugnum. Hann stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974–1978 og lauk framhaldsnám frá Nova Scotia College of Art and Design í Kanada árið 1980. Hann hefur haldið um þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, hérlendis og erlendis. Þannig hafa verk hans verið sýnd í Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna landsins, svo og víða erlendis. Auk þess að vera boðið að vinna að list sinni á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum, hefur hann verið valinn í lokaðar samkeppnir um gerð listaverka í opinberu rými en slík verk hans má til dæmis sjá í Reykjavík og á Seyðisfirði. Guðjón hefur hlotið styrki frá Launasjóði myndlistamanna, sýninga- og útgáfustyrki frá Menntamálaráðuneytinu og úr ferða- dvalarsjóði Muggs. Þá hefur hann hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, til dæmis Menningarverðlaun DV árið 2000 og verðlaun frá Listasafni Einars Jónssonar í tilefni 75 ára afmælis safnsins. Guðjón býr og starfar í Reykjavík.

Sýning á verki Guðjóns stendur fram í júní 2013.

Cairn
”Breath of the world, the eternal cycle of creation and destruction.“ The stacking of everyday objects can be a creative act – which follows the same rules of inner organisation, conflict, composition, texture, as in the visual arts. Objects that have lost their original purpose are stacked into a cairn. Each item has correlation to another item parallel to an axis. These objects are both personal and common – memories, unmissable, unused or unusable objects – different references to peoples lives and history.

Gudjon Ketilsson (b. 1956) has been active on the Icelandic art scene since the seventies. He studied art at the Icelandic college of Art and Crafts 1974–1978 and graduated from Nova Scotia College of Art and Design in Canada in 1980. He has held around thirty solo shows and participated in many group shows, both here in Iceland and abroad. His works have been shown in Europe, North-America and Australia. Gudjon´s works are owned by all the main museums here in Iceland, as well as museums abroad. Not only has Gudjon been invited to participate in international workshops but he has also been included in closed competitions for Art in public space, some of those works can be seen in Reykjavik and Seydisfjordur. Gudjon has recieved grants from the Governmental funding for the Arts, exhibition- and publication grants from the Ministry of Culture and travel- and residential grants from Muggur. He has also received several prizes and awards, for example the Cultural prize of Dagbladid Visir in the year 2000 and a prize from the Museum of Einar Jonsson on the 75th anniversary of the museum. Gudjon lives and works in Reykjavik.

Gudjon´s work will be up until June 2013.