Upplýsingin speglast í augunum
Upplýsingin speglast í augunum
Upplýsingin speglast í augunum
Upplýsingin speglast í augunum
Upplýsingin speglast í augunum
Upplýsingin speglast í augunum
Upplýsingin speglast í augunum
Upplýsingin speglast í augunum

Upplýsingin speglast í augunum

Helgi Þorgils Friðjónsson
21. 12. 2014 – 20. 06. 2015

English below

Helgi segir sjálfur um verkið á Skiltinu, hugmyndina að baki því og tilurð bókarinnar:

Menningarferðalag mitt til Namibíu nóvember, desember 2013, er bakgrunnur þessarar sýningar. Mér var boðið í þessa ferð af þýska ríkinu. Samferðamenn mínir voru tveir listfræðingar og tveir listamenn. Þetta var veturinn 2013. Fyrir okkur sem búum hér á Íslandi var þetta e.t.v. ekki vetrarferð, vegna þess að þarna var alltaf ágætt veður og engir umhleypingar, þurrktímabili að ljúka, og allir meira og minna að vonast eftir rigningatíð, enda jörð þurr og gróður visinn.
MENNINGARFERÐ FRÁ R. TIL N. Til NAMIBIU OG AFTUR TIL R. Er bók sem kemur út sem hluti af sýningunni á sýningardegi. Bókin er sambland af bók og myndverki, sem segir af þessu ferðalagi. Inni í íbúðinni, að Dugguvogi 3 sem hýsir Gallerí Skilti, eru sex málverk á þremur viðarkubbum, sem eru sýnd sem skúlptúrar, en eru e.t.v. myndlýsingar af umhverfinu á búgarðinum sem ég bjó á, sem rennur saman við textann og tilveru mína á þessum stað. Búgarðurinn heitir ETANENO.
Skiltið dregur saman þessa hluti og fleiri tengda umhverfinu og upplifuninni í Afríku. Skilti eru yfirleitt tengd auglýsingu eða táknum sem minna á fyrirtæki eða framleidda vöru. Ég hef kosið að gera það að einhverskonar auglýsingu fyrir bókina, en samt sem sem áður er það sjálfstætt verk og alveg óháð bókinni. Sýningin er heildarverk, einskonar “enviromental” verk, og einstakir þættir hennar ekki aðskildir.
Skiltið sýnir skjaldböku, sem við sáum alltaf á sama stað þegar við fórum um landareignina, sem í kyrrstöðu sinni og einsemd á þurru okkurgulu landinu, var einskonar tákn fyrir undirstöðu veraldar. Ef maður hugsar til stöpuls Manzoni, Stöpull fyrir veröldina, þá er skjaldbakan á hvolfi undir jörðinni, en hugmyndir okkar láta ekki svoleiðis smáatriði trufla sig. Við skjaldbökunni tekur þrífættur vinur minn á búgarðinum, sem missti einn fótinn í veiðiferð með eigandanum. Frá því segir í bókinni. Það er skemmtilegt frá því að segja, að aflimaði fóturinn varð mun veigameiri í bókinni fyrir síðustu lestraryfirferð, þar sem hundurinn var alltaf skrifaður sem einfættur hundur, og nokkrum yfirlesurum yfirsást það, þar til sjálfur sýningarhaldarinn Birgir Snæbjörn Birgisson rak augun í það í próförk.
Yfir hundinum er landakort af Namibíu. Neðst er flöskuhreinsari, sem brýst fram úr kortinu, og rífur það í sundur, eins og við þekkjum þar sem gjár rífa land hér á landi. Bendandi hendi er líka einhverskonar vegvísir um landið. Annars er hendin og flöskuhreinsarinn tilvísun í síðasta málverk Duchamp. Hann fékk auglýsingateiknara til að teikna bendandi hendi, og rak svo flöskuhreinsarann í gegnum léreftið. Þetta tiltæki mitt skírist allt við lestur bókarinnar.

Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953) stundaði nám við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, De Vrije Academie, Haag, Hollandi og Jan van Eyck Academie, Maastricht, Hollandi. Helgi á að baki farsælan myndlistarferil og sýningar stórar sem smáar hvareina á hnattkringlunni. Hann hefur auk þess rekið Gallerí Gang, ásamt konu sinni Margréti Lísu Steingrímsdóttur, í rúm 30 ár. Framundan hjá Helga, á næsta ári, eru tvær sýningar í Þýskalandi svo eitthvað sé nefnt.