Fxxx Off
Fxxx Off
Fxxx Off
Fxxx Off
Fxxx Off
Fxxx Off
Fxxx Off
Fxxx Off

Fxxx Off

Sara Riel
21.12. 2016 – 12.06. 2017

English below

Fxxx Off, getur í lauslegri þýðingu þýtt, drullaðu þér í burtu. Saga orðsins og orðatiltækisins er býsna áhugaverð. Notkun f-orðsins kemur seint inn í ritað mál og notkunin fxxx off enn síðar. Lengi vel var í rituðu máli notast við dulkóðun orðsins, stöfum var breytt, orðið bjagað, eflaust hefur þótt of sterkt að sjá það svart á hvítu enda merkingin sterk. Eins er skemmtilegt að skoða merkingu tiltækisins, að gefa einhverjum fingurinn. Það er talið að rekja megi sögu þess aftur til Forngrikkja og að Rómverjar hafi einnig orðið uppvísir að því að gefa hvor öðrum fingurinn (eflaust Grikkjum líka). Fingurinn í þessu tilviki verandi táknmynd getnaðarlims. Það er áhugavert að bera saman ólíkan mátt talmáls, ritmáls og myndmáls. Hver miðill lýtur sínum siðferðisreglum sem ber að virða nema að brýn nauðsyn kalli á annað. Hvað er það sem fær fólk til að gefa hvert öðru fingurinn, hver er rót þeirrar gremju og reiði sem kallar fram slík viðbrögð?

Sara Riel sýnir á gallerí Skilti ljósmynd af skilti sem hún í krafti réttlátrar reiði gerði vorið 2016. Skiltið eða fingurinn var gefinn Alþingi í því ástandi sem ríkti í samfélaginu eftir að Panamaskjölin svokölluðu voru opinberuð. Fólk flykktist á Austurvöll og mótmælti og krafðist þess að spillt ríkisstjórn færi frá. Fxxx Off! Það gat ekki verið skýrara, Grikkirnir skildu það, Rómverjarnir líka, að lokum skildi ríkistjórn íslands það líka og hunskaðist frá. Verður það hlutskipti nýrrar ríkistjórnar að bera gæfu til að fá ekki fingurinn?

Tilfærsla skiltisins í form ljósmyndar sem nú verður sýnd á gallerí Skilti, er marglaga leikur að upplifun skilning og meðtöku skilaboða sem tala skýrt og ögrandi inn í samtímann.

Sara Riel er fædd 1980. Hún nam myndlist við Listaháskóla íslands og Weissensee Listaháskólann í Berlín. Verk hennar hafa verið sýnd í söfnum og galleríum hér heima og víða erlendis. Sara er einnig þekkt fyrir veggverk sín sem prýða húsgafla vítt og breitt um Reykjavíkurborg.

Fxxx Off, can be translated as get the hell out. The history of the word and the phrase is interesting. The f-word came to be used late in written form and the use fxxx off even later. For a long time when it came to writing the word, secret code was used to represent it, letters were changed, the word was distorted, most likely it was thought of as too strong a word to be seen on paper. It is interesting to look at the meaning of the act of giving someone the finger. It can be traced back to the ancient Greeks and the Romans supposedly also used it. The finger in this case representing a penis. The comparison of different potency of the vernacular, written language and imagery is also intriguing. Each form has its own set of moral rules that we are to keep, unless emergency calls for acting otherwise. What is it that drives people to give each other the finger, what is the root for such frustration and anger that calls for a response of that kind?

Sara Riel will show on Gallery Sign, a photograph of a sign that she made, driven by righteous anger in the spring 2016. The sign or the finger was given, towards the Icelandic Parliament during the situation that ruled the society after the unveiling of the so-called Panama Papers. The public swarmed into Austurvollur square, in front of the Parliament and demanded that the corrupt Government would resign. Fxxx Off! It couldn’t be said more clearly, the Greeks understood it, the Romans also, finally the Icelandic Government understood and scrammed. Will it be the fate of the new Government not to get the finger?

The displacement of the sign into a photograph that will now be on show on Gallery Sign is a multi layered game of experience and acceptance of a message that speaks clearly and provocatively to the present time.

Sara Riel b. 1980, studied art at the Iceland Academy of the Arts and the Weissensee Art Academy in Berlin. Her works have been shown widely in museums and galleries here in Iceland and abroad. Sara is also well known for her murals in various places in Reykjavik.