Frá hugmynd að veruleika. Gallerí Skilti verður til. / From an idea to the making. The birth of Gallery Sign.

Árið 2006 kviknaði hugmynd að nota skilti sem hékk utan á húsinu okkar. Þetta skilti hafði tilheyrt starfseminni sem verið hafði í húsinu áður en við keyptum það. Því var spurning hvort taka ætti skiltið niður eða nota í einhverjum tilgangi. Úr varð að hugmyndin um stofnun Gallerís eða sýningarvettvangs varð að veruleika. Nýja galleríið hlaut nafnið Gallerí Skilti sem okkur þótti bæði gott nafn og eins mjög rökrétt.

In the year 2006 the idea to use the sign hanging outside our house got realized. This sign had belonged to the company of the previous owner. We wandered if we ought to take it down or try and find good means to use it. That was the beginning of the exhibition venue later given the name Gallery Sign, which we not only found to be a decent name but also kind of logical name for the gallery.